Styrkir

Hafir þú áhuga á að leggja félaginu lið með beinu fjárframlagi geturðu lagt inn á reikninginn okkar hjá Íslandsbanka

Reikningur: 566-14-770041
Kennitala: 431199-3439

Hetjurnar þakka öllum þeim sem leggja félaginu lið, jafnt með stórum og smáum framlögum. Án velvildar fyrirtækja og einstaklinga gæti félagið ekki starfað.

Hetjurnar eiga aðild að styrktarsjóði Umhyggju. Félagsmenn í Hetjunum geta sótt um styrk úr sjóðnum. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Umhyggju í síma 552 4242 og á vef félagsins, www.umhyggja.is. Þar eru þessar upplýsingar um sjóðinn:

Styrktarsjóður Umhyggju var stofnaður í árslok 1996 með einnar milljónar króna gjöf frá Haraldi Böðvarssyni hf. Sjóðnum hafa borist margar góðar gjafir frá því hann var stofnaður, m.a. frá Zontasambandi Íslands, Golfklúbbi Ness, Sambandi íslenskra fiskframleiðenda, Bókahringrás Máls og menningar og Bókvals, Hans Petersen hf., Landsbanka Íslands, auk fjölda annarra fyrirtækja og einstaklinga.

Hlutverk Styrktarsjóðs Umhyggju er að styrkja langveik börn og fjölskyldur þeirra sem orðið hafa fyrir verulegum fjárhagsörðuleikum vegna veikindanna. Brýn þörf er á að halda áfram að efla sjóðinn svo hann geti orðið sem öflugastur og best í stakk búinn til að sinna hlutverki sínu.
Úthlutun úr sjóðnum hófst í byrjun árs 2000. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Umhyggju eða í síma 552-4242.

Þeir sem vilja styrkja sjóðinn með framlögum geta lagt inn á eftirfarandi reikning í Landsbankanum.

Reikningur: 0101-15-371020 Kennitala 581201-2140

Orlofshús umsókn og styrkur

Félagsmenn geta sótt um styrk, krónur 15.000,-, þegar orlofshús/íbúð er tekið á leigu. Hver fjölskylda getur fengið slíkan styrk einu sinni á ári.

Til þess að fá þennan styrk þarf umsækjandi að framvísa frumriti af kvittun frá því félagi sem leigt er af. Greiðslan er innt af hendi eftir á. Umsóknin verður að vera á nafni foreldris barnsins. Einungis skuldlausir félagar geta fengið úthlutað þessum styrk. Reikningur þarf að vera dagsettur sama ár og sótt er um styrkinn.

Styrktarbeiðnir eru afgreiddar í upphafi hvers mánaðar. Beiðnir þurfa að berast fyrir mánaðaramót, til að verða teknar fyrir, annars bíða þær næsta mánaðar. 
Kvittun er hægt að senda á [email protected]

Sálfræðistyrkur

Hægt er að sækja um styrk fyrir 2 sálfræðitímum á hverju almanaksári, gegn framvísun reiknings. Hver fjölskylda getur fengið slíkan styrk, einu sinni á ári. Til að fá styrkinn þarf reikningurinn að vera stílaður á foreldri barns. Einungis skuldlausir félagar geta fengið úthlutað þessum styrk. Reikningurinn þarf að vera dagsettur sama ár og sótt er um styrkinn.

 

Tómstundastyrkur

Tómstundastyrkur Hetjanna er með þeim hætti að félagsmenn geta sótt um styrk að upphæð 20.000 krónur. Hver fjölskylda getur fengið slíkan styrk einu sinni á ári fyrir tómstundir.
Til að fá þennan styrk þarf umsækjandi að framvísa frumriti af kvittun frá því félagi sem greitt er til. Greiðslan er innt af hendi eftir á. Umsóknin verður að vera á nafni foreldris barnsins. Einungis skuldlausir félagar geta fengið úthlutað þessum styrk. Reikningur þarf að vera dagsettur sama ár og sótt er um styrkinn.

Styrkur er greiddur út fyrstu 15 virka daga mánaðarins fyrir þá reikninga sem berast fyrir mánaðarmót. Athugaði að ekki er greiddir út styrkir í desember. Allir reikningar þurfa að berast fyrir nóvember til að verða greiddir út.
Kvittun er hægt að senda á [email protected]

Einnig er hægt að koma frumriti á gjaldkera í Rimasíðu 9.

Líkamsrækt

Líkamsræktarstöðin Bjarg býður foreldrum langveikra barna 25 % afslátt af líkamsræktarkortum. Tilboðið gildir fyrir félagsmenn að því tilskildu að eir séu skuldlausir við félagið.
Nánari upplýsingar um starfsemi Bjargs er að finna í vef stöðvarinnar – www.bjarg.is.

Félagsmenn fá 15% afslátt af 6 og 12 mánaðar kortum í Átak. Tilboðið gildir fyrir félagsmenn að því skildu að þeir séu skuldlausir við félagið.
Verðskrána og nánari upplýsingar er hægt að sjá inn á www.atakak.is