Nú gefst notendum einkabanka Landsbankans kostur á að styrkja Hetjurnar með reglulegu sjálfvirku framlagi í gegnum einkabankann. Eftirfarandi frétt er tekin af vef Landsbankans, www.landsbanki.is
 

Leggðu góðu málefni lið – í Einkabankanum

 

Skjámynd af þjónustunni í EinkabankanumÍ tilefni af 120 ára afmæli Landsbankans hefur verið opnuð ný þjónusta í Einkabankanum sem auðveldar fólki að styðja við góð málefni. Á einfaldan hátt getur fólk valið milli tæplega fimmtíu góðgerðarfélaga og lagt þeim lið með einni greiðslu eða með reglubundnum hætti. Viðskiptavinir Landsbankans fá því mjög góða yfirsýn yfir góðgerðarmálefni á einum stað.

Til að gerast áskrifandi að góðu málefni smellir þú fyrst á Greiðslurá forsíðu Einkabankans og síðan á Góð málefni. Þá birtist langur listi góðra málefna. Fyrst er valið eitt eða fleiri málefni sem þú vilt styrkja mánaðarlega, síðan er styrkupphæð í hverjum mánuði ákveðin og loks hve lengi áskriftin skal vara. styrkurinn er gjaldfærður tíunda hvers mánaðar ef innistæða er næg. Hægt er að segja upp áskriftinni hvenær sem er eða bætt við nýjum málefnum.

Mögulegt er að styrkja valið málefni með einni stakri greiðslu og er styrkurinn þá gjaldfærður samdægurs.

Fyrst um sinn verða eingöngu mannúðarmálefni í þjónustu Landsbankans á Einkabankanum. Málefnum í þjónustunni mun þó fjölga á næstunni.

Að leggja góðu málefni lið í Einkabankanum er góð leið til að afgreiða styrktarmál heimilisins milliliðalaust. Það er auðvelt að byrja og það er auðvelt að hætta. Það er auðvelt að skipta máli.

Hvernig gerist ég áskrifandi að góðu málefni?

Í Einkabankanum velur þú eitt eða fleiri málefni sem þú vilt styrkja mánaðarlega, ákveður síðan styrkupphæð í hverjum mánuði og loks hve lengi áskriftin skal vara. Styrkur þinn verður þá gjaldfærður tíunda hvers mánaðar ef innistæða er næg. Þú getur sagt upp áskriftinni hvenær sem er eða bætt við nýjum málefnum til að styrkja. Þú finnur þjónustuna með því að smella á Greiðslur á forsíðu Einkabankans og síðan á Góð málefni.


Stök framlög

Það er að sjálfsögðu mögulegt að styrkja valið málefni með einni stakri greiðslu en þá er styrkurinn gjaldfærður samdægurs. Þetta er hægt að gera hvenær sem er.


Góðgerðarsamtök á einum stað

Hægt er að styrkja fjölmörg styrktarfélög, líknarfélög og góðgerðasamtök sem starfandi eru á Íslandi. Notendur Einkabankans fá mjög góða yfirsýn á einum stað yfir starfandi góðgerðasamtök á Íslandi.


Hvaða málefni eru valin?

Fyrst um sinn verða eingöngu mannúðarmálefni í þjónustu Landsbankans á Einkabankanum. Landsbankinn áskilur sér rétt til að velja hvaða málefni fá aðgang að þjónustunni og mun njóta aðstoðar utanaðkomandi ráðgjafa. Málefni, félög og samtök verða að vera viðurkennd, fjárhagslega sjálfstæð og hafa skýr markmið. Einnig er mikilvægt að góðgerðarfélög séu með vefsíðu svo notendur geti kynnt sér málefnin nánar. Þátttaka góðgerðarfélaga er ekki bundin viðskiptum við Landsbankann, enda er stefnan að notendur geti valið úr sem flestum góðgerðarmálefnum á Íslandi. Málefnum í þjónustunni mun fjölga á næstunni.


Auðvelt að byrja, auðvelt að hætta

Að nýta sér þjónustuna í Einkabankanum er góð leið til að ganga frá styrktarmálum heimilisins milliliðalaust. Í Einkabankanum geta viðskiptavinir fylgst með málefnum sínum og haft góða yfirsýn yfir hversu mikið þeir hafa látið af hendi rakna. Með einfaldri aðgerð er einnig hægt að hætta áskrift. Viðskiptavinir hafa því fulla stjórn á stuðningi sínum. Það er auðvelt að byrja og það er auðvelt að hætta.