Loksins er covid á undanhaldi og við getum farið að plana viðburði á nýjan leik.

Næstkomandi sunnudag, 3. apríl kl 14.30 verðum við með Bingó í safnaðarheimili Glerárkirkju, allir fá spjald til að spila með og eru margir flottir vinningar í boði 🙂

Laugardaginn 23. apríl næstkomandi kl 16.30 ætlum við svo að bjóða í leikhúsferð, Kardimommubærinn í Freyvangi. Skráning er til og með 3 apríl, annað hvort á facebooksíðu félagsins eða á netfangið okkar, [email protected]. Við minnum á að á viðburðir sem þessi, leikhúsferð, er ætlað fyrir hetjurnar, systkini þeirra og foreldra/fylgdarmenn, ekki er ætlast til þess að verið sé að bjóða vinum og ættingjum.