Líkt og undanfarin ár mun félagið gefa páskaegg, líkt og áður verður eitt egg á fjölskyldu í boði til að njóta saman eða hvernig sem þess er óskað 🙂

Skráning fyrir páskaegg fer fram í facebook hóp Hetjanna, vinsamlegast skráið nafn hetjunnar. Tilkynnt verður síðar um það hvar og hvenær hægt verður að sækja eggin.

Vinsamlega tilgreinið ef óskað er eftir mjólkurlausu eða sykurlausu páskaeggi, þá reynum við að verða við því.

Við minnum alla svo á að greiða árgjaldið, en eins og þið vitið er félagið okkar einungis rekið á árgjöldum og styrkjum sem við fáum. Það stendur undir öllum þeim viðburðum og gjöfum sem í boði eru, nema annað sé sérstaklega tekið fram 🙂

Skráning fyrir eggjum er fram til þriðjudagsins 16. mars.