Þetta eru nú ansi undarlegir tímar eins og við vitum öll. Stjórnin fundaði nú í kvöld og ákváðum að fresta öllu viðburðum þar til eftir áramót, svona í ljósi aðstæðna. Við sitjum þó ekki auðum höndum og erum farnar að planleggja viðburði eftir áramót.Okkur langaði þó að gera eitthvað fyrir félagsmenn svona fyrir jólin, við ætlum að bjóða uppá jólatónleikastyrk. Hver fjölskylda getur fengið styrk allt að 10.000 krónur gegn framvísun á kvittun fyrir kaup á miðum á jólatónleika. Hámarksstyrkur er 10.000,- kr en aldrei er greitt meira en andvirði miða/miðanna. Til að sækja um styrkinn þarf að senda kvittunina á [email protected], og er styrkurinn greiddur út fyrstu 15 daga næsta mánaðar eftir að kvittun berst.

Til að hafa þetta kýrskýrt:
Keyptir 2 miðar á 6.990 kr miðinn = 10.000 kr styrkur
keyptir 2 miðar á 3.990 kr miðinn = 7.980 kr styrkur

Eins og staðan er núna, verðum við ekki með jólaball, sláum frekar upp heljarinnar veislu þegar þetta er yfirstaðið 🙂 Jólagjafirnar verða þó á sínum stað en allar upplýsingar um það birtist síðar.

Farið vel með ykkur og vonandi sjáumst við sem fyrst

8Esther Gestsdóttir, Linda Rós Daðadóttir og 6 til viðbótarSéð af 24