Við vonum að þið hafið það öll sem best á þessum furðulegum tímum, séuð að ná að hugsa vel um sjálf ykkur og fjölskylduna ykkar.
Það er hins vegar komið að afhendingu páskaeggjana. Hún fer fram fimmtudaginn 2. apríl, milli klukkan 17-19 í Lyngholti 17.
Í ljósi aðstæðna, biðjum við aðeins einn frá heimili að koma og sækja eggin, ef þið komist ekki þennan dag, endilega fáið einhvern til að koma að sækja eggin fyrir ykkur. Reynum að gera þetta skynsamlega, hratt og vel og því einungis þessi dagur í boði að sækja eggin.

Líkt og þið vitið, er það skilyrði fyrir að taka þátt í viðburðum, styrkjum eða gjöfum að vera skuldlaus við félagið. Við vitum hins vegar að skrýtnir tímar eru í gangi og eindagi reikningsins fyrir árgjöldunum ekki fyrr en í april. Við viljum þó halda okkur við þessa reglu og höfum því afhendinguna 2. apríl, fólk getur því greitt árgjaldið um mánaðarmótin og sótt svo eggið á fimmtudeginum.


Ef einhver gleymdi að skrá sig fyrir eggi, getið þið prófað að heyra í okkur núna um helgina og við reynum okkar besta til að bjarga málunum.


Um leið og aðstæður í þjóðfélaginu fara að lagast og Covid gengur yfir, þá munum við bjóða til bíóferðar eða annars skemmtilegs viðburðs.Ef eitthvað er óljóst, endilega heyrið í okkur.

Bestu kveðjur
Stjórnin.