Líkt og áður sagði verður það laugardaginn 30. nóvember kl 13.00 í sal Hjálpræðishersins á Akureyri, Hvannavöllum 10.

Okkur langar að biðja ykkur að skrá ykkur sem fyrst á netfangið okkar góða [email protected]. Einnig þurfum við að fá upplýsingar um skóstærð hetjunnar og þeirra systkina sem munu koma og nöfn þeirra. Við munum breyta út af vananum og öll börn sem koma munu fá jólagjafir sem verða dásamlega mjúkir og góðir sokkar, þess vegna þurfum við að fá upplýsingar um stærðir 🙂

Til að geta pantað nokkurn veginn réttan fjölda af hverri stærð væri gott að fá þessar upplýsingar sem fyrst svo allir fái gjafir sem passa 

Síðasti skráningardagur er á sunnudaginn 24. nóvember