Við ætlum að bjóða uppá skyndihjálparnámskeið fyrir foreldra og forráðarmenn hetjanna. Um er að ræða 4 klst skyndihjálparnámskeið á vegum Rauða krossins þar sem lögð verður áhersla á skyndihjálp barna.
Námskeiðið verður haldið miðvikudaginn 3. april kl 17-21 í húsnæði Rauða krossins Viðjulundi 2.

Skráning fer fram á netfangi Hetjanna, [email protected], taka þarf fram nafn hetjunnar ásamt nöfnum þeirra sem sækja munu námskeiðið. Við vekjum athygli á því að einungis skuldlausir félagsmenn geta nýtt sér þetta námskeið.

Takmarkaður fjöldi kemst á hvert námskeið og því viljum við hvetja ykkur til að skrá ykkur sem fyrst ef þið hafið áhuga og getu á að koma til að við sjáum fjöldann. Ef aðsókn verður mikil munum við reyna að koma á aukanámskeiði.