Aðalfundur félagsins var haldinn þann 12. september síðastliðinn. Sú breyting varð að Svava Sigurðardóttir og Vilhjálmur Ingimarsson hættu í stjórn og í þeirra stað komu þær Katrín Mörk Melsen og Valdís Anna Jónsdóttir inn. Þökkum við Svövu og Vilhjálmi kærlega fyrir samstarfið og þeirra störf fyrir félagið og bjóðum við jafnframt nýja meðlimi stjórnarinnar velkomnar og hlökkum við til að starfa með þeim.
Smávægilegar breytingar voru gerðar á tómstunda- og gistináttastyrkjum félagsins og hvetjum við ykkur eindregið til að kynna ykkur það. Þið finnið upplýsingar um styrkina undir flipanum styrkir hér á síðunni.
Ekki hika við að hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna

Kveðja Stjórnin