Á aðalfundinum sem haldinn var þann 16. febrúar síðastliðinn var ákveðið að árgjald félagsins yrði hækkað upp í 3000 krónur og var það samþykkt einróma og hafa reikningar verið sendir í heimabanka félagsmanna. Til þess að félagsmenn geti nýtt sér þá styrki sem eru í boði þurfa þeir að vera skuldlausir við félagið. Þess vegna hvetjum við ykkur öll til þess að greiða árgjaldið svo þið getið notið þeirra réttinda og viðburða sem verið er að bjóða uppá hverju sinni.

Eins og komið hefur fram þá var kosin ný stjórn. Nýr gjaldkeri er kominn til starfa og fyrir þá sem ætla að nýta sér tómstundastyrkinn sem er 20.000 á ári eða fá greitt upp í leigu á sumarhúsi, að upphæð 15.000 á ári, þurfa að skila inn frumriti til gjaldkera. Frumrit reiknings þarf að berast í Múlasíðu 3a

Kveðja Stjórnin